Rafmenn ehf. var stofnað árið 1997 og er í meirihlutaeigu Jóhanns Kristjáns Einarssonar rafvirkjameistara.
Hjá fyrirtækinu starfa rétt um 40 starfsmenn
Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er Eyjafjörður stærsta markaðssvæðið en starfar fyrirtækið þó um allt land í hinum ýmsu verkefnum.
Rafmenn ehf. hlaut viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2023. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og gefur það vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja
Við erum afskaplega stolt af þessari nafnbót og öllu framúrskarandi starfsfólkinu sem vinnur hjá Rafmönnum og sér til þess að við séum til fyrirmyndar.
Við bjóðum uppá alhliða þjónustu í raflögnum , síma- og tölvulögnum, bruna-, öryggis- og myndavélakerfum svo fátt eitt sé nefnt.
Hafðu samband og við skoðum og metum verkið og gerum tilboð innan fárra daga, þér að kostnaðarlausu.