Verkefni
Á 20 ára tímabili hafa Rafmenn komið víða við í bæði stórum sem smáum verkefnum. Engin verkefni eru of stór eða of smá fyrir fyrirtækið því samheldinn hópur starfsmanna vinnur glaður að hvaða verkefni sem er. Hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki, skrifstofuhúsnæði, veitingahús, íbúðabyggingar, menningarhús, virkjanir, kirkjur, skólar og hótel eru allt verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að og skilað vel af sér. Þess má geta að Rafmenn hlutu viðurkenningu fyrir lofsvert lagnavert við Menningarhúsið Hof árið 2012 og fyrir það erum við afar stolt. Þá hefur fyrirtækið komið að eða séð alfarið um raflagnir í stórum hluta jarðganga á Íslandi til þessa en það eru Múla-, Almannaskarðs-, Héðinsfjarðar-, Norðfjarðar- og Vaðlaheiðargöng. Meðal annarra stórframkvæmda sem fyrirtækið hefur komið að eru Kárahnjúkavirkjun, Alcoa Fjarðarál, Þeistareykir, Krafla og Bakki. Þá sinnir fyrirtækið einnig öllum rafstöðvum fyrir Mílu, Neyðarlínuna, Sýn, og RÚV um allt land.