UM FYRIRTÆKIÐ

Saga - markaður - meginstarfsemi

Rafmenn ehf. var stofnað árið 1997 af tveimur aðilum og er enn í dag í eigu annars þeirra, Jóhanns Kristjáns Einarssonar rafvirkjameistara. Í upphafi störfuðu eigendurnir 2 við fyrirtækið en mjög fljótlega þurfti að bæta við starfsmönnum þar sem verkefnin voru næg. Á 10 ára starfsafmæli fyrirtækisins voru fastráðnir starfsmenn orðnir rétt um 40 og hefur sá starfsmannafjöldi staðið nokkuð í stað síðan þá. Við stærri framkvæmdir hefur fyrirtækið farið mest í rétt rúmlega 50 starfsmenn. Meðeigendur Jóhanns í fyrirtækinu eru Árni Páll Jóhannsson og Eva Dögg Björgvinsdóttir.

Fyrirtækið er kröftugt markaðssinnað þjónustufyrirtæki á Akureyri. Eyjafjörður er stærsta markaðssvæðið en fyrirtækið starfar þó í hinum ýmsu verkefnum um land allt. Í þau rúmlega 20 ár sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hafa starfsmenn þess þjónustað fjölbreyttan og kröfuharðan hóp viðskiptavina við allt er viðkemur raflögnum og fjarskiptum. Fyrirtækið býður upp á alhliða þjónustu í heimilis- og fyrirtækjalögnum, öryggis-, síma og tölvulögnum. Einnig þjónustar fyrirtækið rafbúnað í hinum ýmsu tækjum og tólum fyrir fjöldan allan af fyrirtækjum.

Starfsfólk

Hjá Rafmönnum starfa afar reynslumiklir starfsmenn sem hafa gott orðspor fyrir að bregðast hratt við og veita vandaða og góða þjónustu, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Starfsmenn skiptast upp í 2 deildir innan fyrirtækisins, verkefnadeild og þjónustudeild.

Verkefnadeild tekur að sér allar stærri framkvæmdir s.s. raflagnir í nýbyggingum, veitinga – og skrifstofuhúsnæðum, jarðgöngum og endurnýjun raflagna í eldri byggingum.

Þjónustudeild býður upp á þjónustu og bilanaleit í heimilis- og fyrirtækjalögnum. Þá liggur aðalstarfsemi deildarinnar í bilanagreiningu og viðgerð á stórum sem smáum tækjum fyrir fyrirtæki og stofnanir á Akureyri og nágrenni ásamt uppsetningu á hinum ýmsu tækjum og tólum. Þjónustudeild sinnir einnig árlegum úttektum á brunaviðvörunarkerfum og neyðarlýsingu hjá fyrirtækjum og stofnunum ásamt útskiptingu á slíkum búnaði sé þess þörf.

Fyrirtækið leitast við að viðhalda þekkingu starfsmanna með námskeiðum, endurmenntun og þjálfun til frekari vaxtar og verðmætasköpunar sem gagnast jafnt starfsmanninum sem og fyrirtækinu. Starfsmennirnir okkar eru fyrirtækið og má segja að kraftur þeirra og vilji skíni í gegnum slagorð fyrirtækisins „orka að norðan”.

Hlutverk og stefna

Tilgangur félagsins er hvers konar raflagnastarfsemi með það að markmiði að gera viðskiptavini okkar ánægða með góðri og skjótri þjónustu, vönduðum vinnubrögðum, sanngjörnu verði og snyrtimennsku.

Gæðamál

Sífellt eru gerðar meiri kröfur til fyrirtækja varðandi gæðamál. Það er orðin venja fremur en undantekning að til að geta tekið þátt í útboðum þurfa fyrirtæki að sýna fram á að unnið sé samkvæmt skilgreindri gæðastefnu.

Hjá Rafmönnum ehf. er rekið sérstakt verkefnastjórnunarumhverfi. Aðferðafræðin kallast PRINCE2 og hefur rutt sér rúms á seinni árum víða um heim. Gæðastjóri er yfirmaður verkefnastjórnunar í PRINCE2, gerir skýrslur og heldur utan um verkefni.

Þann 28. febrúar 2013 hlaut fyrirtækið D- vottun Samtaka iðnaðarins, en það er gæðavottunarferli sem SI stendur fyrir.

STAÐSETNING

Rafmenn ehf.
Frostagötu 6c
603 Akureyri