Lagnafélag Íslands veitti Menningarhúsinu Hofi, hönnuðum og iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu þess, viðurkenningar fyrir Lofsvert lagnaverk árið 2012.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Hofi þann 25. október síðastliðin.
Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélag Íslands um Menningarhúsið Hof segir m.a.: „Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög til fyrirmyndar og handverk iðnaðarmanna gott.“