Fréttir

Rafmenn hljóta viðurkenningu – Lofsvert lagnaverk 2012

Lagnafélag Íslands veitti Menningarhúsinu Hofi, hönnuðum og iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu þess, viðurkenningar fyrir Lofsvert lagnaverk árið 2012.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Hofi þann 25. október síðastliðin.

Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélag Íslands um Menningarhúsið Hof segir m.a.: „Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög til fyrirmyndar og handverk iðnaðarmanna gott.“