Fréttir, Verkefni

Vinna hafin við Héðinsfjarðargöng

Rafmenn hafa nú hafið vinnu fyrir alvöru í Héðinsfjarðargöngum en stefna Vegagerðarinnar er að opna fyrir umferð 30. september n.k. en verkþáttur okkar átti að hefjast fyrir rúmu ári síðan. Ýmsar orsakir hafa valdið því að verkið hefur tafist t.d. var heill árfarvegur inn í göngunum um tíma sem tafði fyrir borun.

Umrætt verk er það stærsta sem Rafmenn hafa tekið sér fyrir hendur en hér á ferðinni eru Rafmenn, helstu sérfræðingar landsins í raflögnum í jarðgöng. Til gamans má geta þess að Jóhann, eigandi Rafmanna, og Balli Ragnars, starfsmaður okkar, lögðu allt rafmagn í Ólafsfjarðargöng á sínum tíma. Balli var svo í Hvalfjarðargöngum, Rafmenn lögðu allt rafmagn í göngin um Almannaskarð og nú eru það Héðinsfjarðargöng sem eru þá fjórðu jarðgöngin sem Rafmenn og starfsmenn okkar koma að.

Til merkis um umfang þessa verks má nefna helstu magntölur:

Strengir 157.110  metrar
Ídráttarrör 70.900  metrar
strengstigi 11.300  metrar
Raðtengi 2.232  stykki
Ljós 980  stykki
Stýriliðar 387  stykki
Neyðarlampar 109  stykki
Stöðuskynjarar 95  stykki
Merkjaljós 67  stykki
Slökkvitæki 48  stykki
Neyðarsímar 23  stykki