Rafmenn hafa verið við vinnu raflagna í leikskólanum Klöppum við Glerárskóla í vetur (2020-2021). Áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun í haust 2021. Þetta verður 7 deilda leikskóli á 2 hæðum, alls 1450 fm að stærð og gert ráð fyrir að hann taki við 144 nemendum. Leikskólinn er allur hinn glæsilegasti og verður hann kærkomin viðbót við þá leikskóla sem fyrir eru á Akureyri 🙂