Fréttir, Verkefni

Hjúkrunarheimili við Vestursíðu

Vinna stendur nú yfir við nýbyggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu og eru við Rafmenn þar með allt rafmagn, öryggis- og brunakerfi.

Um er að ræða fimm íbúðakjarna og verða níu íbúðir í hverjum þeirra, ásamt borðsal, eldhúsi, setustofu, vinnurými, þvottahúsi og geymslum. Kjarnarnir eru tengdir saman með göngum og er stór samkomusalur inn á milli kjarnanna, þar er að auki iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og skrifstofa deildarstjóra. Stærð húss er brúttó áætlað um 3.375 m² og stærð lóðar er 16.340 m².

Áætluð verklok eru í september 2012.