Fréttir

Rafmenn hljóta D-vottun Samtaka Iðnaðarins

Rafmenn hefur staðist úttekt Samtaka Iðnaðarins á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar og hlotið D-vottun.

Með umræddri vottun hefur fyrirtækið staðist tilteknar lágmarkskröfur um aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um staðreyndir í rekstri fyrirtækisins. Þessar upplýsingar eru undirstaða þess að stíga næsta skref að C-vottun sem stefnt er að á vormánuðum.